Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fer í Lillehammer í Noregi þessa dagana. Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi mætti í brekkuna í dag og keppti í stórsvigi. Síðustu þrjá daga hefur hann hæft vel í Noregi.

Hilmar Snær lauk keppni í stórsvigi í dag í 21.sæti en hann var í 18. sæti eftir fyrri ferðina.

Á morgun er hvíldardagur hjá Hilmari Snæ en hann tekur svo þátt í svigkeppni mótsins á föstudaginn kemur.

Aðstæður ytra eru eins og best verður á kosið og veðrið hefur farið mjúkum höndum um keppnishópinn.

Þetta fyrsta heimsmeistaramótið hjá IPC þar sem allar vetargreinarnar fara fram á sama tíma og í fyrsta sinn í sögunni verður verðlaunafé í boði fyrir þá sem komast á pall.

Allir keppendur eru í sínu besta líkamlega formi þar sem handan við hornið eru Ólympíuleikar þar sem Hilmar Snær verður einn fulltrúa Íslands.