Hilmar Snær Örvarsson, skíðakappi úr Víking, keppir í stórsvigi á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í nótt en Hilmar er er eini fulltrúi Íslands á mótinu að þessu sinni.

Hilmar keppir í tveimur greinum í Beijing þetta árið en hann keppir einnig í svigi aðfaranótt laugardags.

Fyrri ferðin er klukkan tvö um nótt að íslenskum tíma og sú seinni um sex leytið.

Hann tók þátt í sömu greinum á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang fyrir fjórum árum þar sem hann lenti í 20. sæti í stórsvigi og þrettánda sæti í svigi, þá aðeins sautján ára gamall.