Hilmar Snær Örvarsson, skíðakappi úr Víking, féll úr leik í fyrri ferðinni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í nótt.

Hann á enn eftir að keppa í svigi aðfaranótt sunnudags sem er sterkasta grein Hilmars.

Hilmar er eini fulltrúi Íslands í Beijing að þessu sinni og er að keppa á sínum öðrum Vetrarólympíuleikum.

Brautin reyndist erfið og duttu níu þátttakendur af 44 úr leik í fyrri ferðinni og einn til viðbótar í seinni ferðinni.

Santeri Kiiveri frá Finnlandi kom fyrstur í mark á 1:55.40, fjórum sekúndubrotum á undan Thomas Walsh sem var fyrstur í mark í fyrri ferðinni.