Hilmar Snær Örvarsson sem keppir fyrir hönd skíðadeild Víkings varð í dag annar á landsmóti Liechtenstein í svigi í standandi flokki karla.

Hilmar Snær fór fyrri ferð dagsins á 44,69 en gerði enn betur í seinni ferðinni þegar hann kom í mark á 44 sekúndum. Heildartíminn var því 1:28,69.

Það dugði honum í annað sætið á eftir hinum franska Arthur Bauchet.

Hilmar Snær lýkur svo keppni á morgun í Malbun þegar hann kemur í svigkeppni á Evrópumótaröð IPC .