Hilmar Snær Örvarsson sem keppir fyrir hönd skíðadeild Víkings vann til silfurverðlauna á Evrópumótaröð IBC sem var síðasta mót Hilmars á árinu.

Hilmar var búinn að eiga tvo góða daga í stórsvigi í aðdraganda lokakeppninnar í svigi þar sem Hilmar kom í mark á 1:37,70.

Í fyrri ferðinni var Hilmar á 46,67 með næstbesta tímann og fylgdi hann því eftir með því að koma í mark á 51,03 í seinni ferð dagsins.

Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, vann til gullverðlauna á móti á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári.