Hilm­ar Snær Örvars­son, skíðamaður úr Vík­ingi, varð í áttunda sæti í stór­svigi á alþjóðlegu móti sem haldið var í St. Mo­ritz í Sviss en mótið er hluti af EC-mótaröð ólymp­íu­hreyf­ing­ar fatlaðra.

Hilm­ar Snær kom í mark á 55,13 sek­únd­um í fyrri ferðinni og skíðaði svo seinni ferðina á 56,25 sek­únd­um. Sam­an­lagður tími var því 1:51,38 mín­út­ur.

Þessi frammistaða bætir stöðu Hilm­ars Snæs á heimslist­an­um í stór­svigi umtalsvert. Hilmar Snær hefur komið sér í fremstu röð í svigi á undanförnum árum en hann klifrar nú upp heimslistann í stórsvigi.

Hilm­ar skíðar á einu skíði en hann greindist með krabbamein í hné átta ára gamall og fjarlægja þurfti fót hans við hné fyrir 11 árum síðan.

Hann náði í upphafi þessa árs merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998.