Haukar unnu nauman sigur á Skallagrími, 82-80, á heimavelli í Domino's deild karla í kvöld.

Hilmar Smári Henningsson kom Haukum í 82-80 þegar hann setti niður þriggja stiga skot þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. Það reyndist sigurkarfan.

Hilmar Smári skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar fyrir Hauka sem lyftu sér upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Hjálmar Stefánsson skoraði 18 stig og Marques Oliver var með 16 stig.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Aundre Jackson skoruðu 23 stig hvor fyrir Skallagrím. Matej Buovac skoraði 18 stig.

Borgnesingar eru í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Haukum.