Körfubolti

Hilmar Smári tryggði Haukum sigurinn

Haukar unnu sinn þriðja leik í Domino's deild karla á tímabilinu er þeir báru sigurorð af Skallagrími, 82-80.

Hilmar Smári var stigahæsti leikmaður Hauka í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Haukar unnu nauman sigur á Skallagrími, 82-80, á heimavelli í Domino's deild karla í kvöld.

Hilmar Smári Henningsson kom Haukum í 82-80 þegar hann setti niður þriggja stiga skot þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. Það reyndist sigurkarfan.

Hilmar Smári skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar fyrir Hauka sem lyftu sér upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Hjálmar Stefánsson skoraði 18 stig og Marques Oliver var með 16 stig.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Aundre Jackson skoruðu 23 stig hvor fyrir Skallagrím. Matej Buovac skoraði 18 stig.

Borgnesingar eru í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Haukum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing