Hilmar Örn Jónsson úr FH bætti í gær Íslandsmet karla í sleggjukasti. Hilmar Örn kastaði sleggjunni 75,26 metra út í Bandaríkjunum og bætti þar með ellefu ára gamalt met Bergs Inga Péturssonar sem var 74,48 metrar.

Hilmar Örn Jónsson stundar nám og keppir í sleggjukasti fyrir University of Virginia. Hann byrjaði tímabilið frábærlega í byrjun apríl þegar hann kastaði sleggjunni 72,21 metra á sínu fyrsta móti.

Það var lengra en hann kastaði allt árið 2018 og rétt frá hans fyrrum besta árangri frá árinu 2017 sem var 72,38 metrar.

Fyrir svo rúmri viku síðan bætti Hilmar sinn besta árangur þegar hann kastaði 73,13 metra. Hilmar Örn byrjaði tímabilið því mjög vel og voru þessi tvo mót voru svo sannarlega góður fyrirboði fyrir það sem koma skyldi.