Frjálsar íþróttir

Hilmar Örn náði í brons á NM

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson náði bestum árangri á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 20 til 22 ára sem fram fer í Gävle í Svíþjóð um helgina.

Hilmar Örn Jónsson kastar hér sleggju sinni. Mynd/Aðsend

Fyrri degi er lokið á Norðurlanda- og Eystrasaltslandameistaramótinu 20-22 ára. Ísland sendi sjö keppendur á mótið í ár og voru sex þeirra á meðal keppenda í dag.

Hilmar Örn Jónsson kastaði sleggjunni 68,32 metra og varð í þriðja sæti. Sigurvegarinn í greininni var Thomas Mardal frá Noregi sem kastaði 72,81 metra. Persónulegt met Hilmars er 72,38 metrar sem jafnframt er aldursflokkamet 20-22 ára pilta.

Dagbjartur Daði Jónsson kastaði 72,06 metra í spjótkasti og varð fimmti. Sigurkastið kastaði Toni Keränen frá Finnlandi og var það 75,73 metrar. Persónulegt met Dagbjarts er 76,19 metrar sem hann kastaði fyrr í sumar.

Andrea Torfadóttir varð fimmta þegar hún hljóp 100 metrana á 12,25 sekúndum í 2,5 m/s meðvindi. Aino Pulkkinen sigraði hlaupið á tímanum 11,72 sekúndur. Andrea á best 12,14 sekúndur.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir jafnaði sinn persónulega árangur í hástökki í dag þegar hún stökk 1,77 metra. Það skilaði henni fimmta sætinu. Sigurvegarinn var hin finnlenska Elina Kakko sem stökk 1,88 metra.

Irma Gunnarsdóttir og Thelma Lind Kristjánsdóttir skipuðu sjötta og sjöunda sætið í kúluvarpi. Aðeins fimm sentimetrar skildu þær að. Irma varpaði kúlunni 13,19 metra og Thelma 13,14 metra. Lengst kastaði Eveliina Rouvali frá Finnlandi sem varpaði kúlunni 15,26 metra.

Thelma Lind keppti einnig í kringlukasti. Þar kastaði hún kringlunni 48,51 metra og endaði í fimmta sæti. Lisa Brix frá Danmörku sigraði mótið með kast upp á 50,71 metra. Thelma bætti Íslandsmetið í greininni fyrr í sumar þegar hún kastaði 54,69 metra. Það hefði skilað henni sigri á þessu móti

Á morgun keppir Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti og Irma Gunnarsdóttir í langstökki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Í góðu formi eftir flutninga heim

Frjálsar íþróttir

„Ætla að bæta mig enn meira og ná betri árangri“

Frjálsar íþróttir

Norðurlandamótið fer fram á laugardaginn

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing