Hilmar Snær Örvarsson keppir í lokamóti heimsbikarmótaraðar IPC í svigi á morgun sem fer fram í Frakklandi skammt frá landamærunum við Sviss.

Hilmar Snær sem keppir fyrir hönd Víkings, varð fyrr í vetur fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna á heimsbikarmóti í Króatíu. Hann fylgdi því eftir með því að lenda í fjórða sæti á HM fatlaðra í alpagreinum.

Það skilaði Hilmari upp í tíunda sæti heimslistans með 28.88 WPAS stig.

Fyrir vikið fékk Hilmar boð um að taka þátt í lokamótinu sem fer fram á morgun.