Hilmar Snær Örvarsson kom í mark á fimmta besta tímanum í svigi á HM fatlaðra sem fer fram í Lillehammer þessa dagana.
Hilmar var í níunda sæti eftir fyrri ferðina en tókst að komast upp í fimmta sætið í seinni ferðinni.
Á heimasíðu Hvata kemur fram að flestir af sterkstu skíðaköppum heims hafi tekið þátt að þessu sinni enda hluti af lokaundirbúningi þeirra fyrir Paralympics.
Skíðakappinn keppti einnig í risasvigi þar sem Hilmar lenti í 21. sæti.