Íslenski boltinn

Hilmar Árni hefur skorað meira en mark í leik

Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, skoraði tvö marka Stjörnunnar sem gerði svekkjandi jafntefli gegn Víkingi í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gær. Hilmar Árni er þar af leiðandi einn á toppi listans yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Hilmar Árni hefur verið funheitur fyrir framan mark andstæðinga sinna í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, skoraði tvö marka Stjörnunnar sem gerði svekkjandi jafntefli gegn Víkingi í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gær. Hilmar Árni er þar af leiðandi einn á toppi listans yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. 

Hilmar Árni hefur skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum Stjörnunnar í sumar, en hann skoraði bæði mörkin í 2-2 jafntefli gegn Keflavík í fyrstu umferð deildarinnar, eitt mark í tapinu gegn KR í annarri umferðinni og svo tvö marka liðsins í jafnteflinu gegn Víkingi í gær. 

Hilmar Árni hefur skorað tveimur mörkum meira en Gísli Eyjólfsson, sóknartengiliður Breiðabliks, og Pálmi Rafn Pálmason, kantmaður KR-inga sem eru jafnir í öðru til þriðja sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með þrjú mörk hvor. 

Því miður fyrir Stjörnuna hafa mörkin fimm hjá Hilmar Árna einungis skilað tveimur stigum, en liðið situr í níunda sæti deildarinnar með stigin sín tvö. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Íslenski boltinn

Þessir byrja gegn Eistlandi

Íslenski boltinn

Ár frá síðasta sigrinum

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing