Hildur Björg Kjartansdóttir landsliðskona í körfubolta sem leikið hefur með spænska liðinu Celta de Vigo Baloncesto undanfarin misseri hefur ákveðið að koma heim og leika með KR. Samningur Hildar við KR er til eins árs.

KR sem var nýliði í Domino's-deild karla í körfubolta á nýliðinni leiktíð hafnaði í fjórða sæti deildarinnar og féll svo úr leik fyrir Val í undanúrslitum.

Ljóst er að KR-ingar ætla að blása vindi í seglin fyrir komandi keppnistímabil en koma Hildar Bjargar sem lék með Snæfelli áður en hún fór út í háskóla í Edinburg, Texas í Bandaríkjunum.

Við sama tilefni var tilkynnt um að Benedikt Rúnar Guðmundsson sem stýrði liðinu upp í efstu deild á þar síðustu leiktíð og kom flestum á óvart á síðasta tímabili muni halda áfram þjálfun liðsins.