Katarinn Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani, aðal maðurinn á bak við tilraun Katara til þess að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United, mun ekki hika við að hætta við áform sín ef honum finnst verðmiðinn á félaginu óraunhæfur.
Það er Sky Sports sem greinir frá en Sheikh Jassim er einn þeirra sem stendur eftir sem mögulegur kaupandi félagsins.
Víðtækur skilningur er á því að þeir sem enda á að kaupa Manchester United muni þurfa að yfirbjóða verðmat á félaginu en það þýðir samt sem áður ekki að Katararnir muni bjóða vel yfir.
Talið er að Katararnir hafi boðið um 4.5 milljarða punda í Manchester United en Glazer-fjölskyldan, núverandi eigendur félagsins, verðmeta það á að minnst 6 milljarða punda.
Sheikh Jassim deilir viðhorfi föður síns, Sheikh Hamad, á viðskiptum. en sá hefur áður deilt efasemdum sínum varðandi kaup á Manchester United.
Jassim hefur verið boðið að kaupa knattspyrnufélög á árum áður en hann vill bara Manchester United, þá hefur hann bara áhuga á því að eignast félagið að fullu.