Enski miðvallarleikmaðurinn Sam Hewson gekk í dag í raðir Fylkis og mun leika með liðinu í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. 

Hewson kemur til Fylkis frá Grindavík, en auk Suðurnesjaliðsins hefur hann leikið með Fram hér á landi. Hann var kynntur til leiks hjá Fylki á blaðamannafundi sem haldinn var í Fylkishöllinni í dag. 

Þar kom fram að samningur Hewson við Fylki væri til þriggja ára, en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2011. Hann var á mála hjá Manchester United á árunum 2007 til 2010.  

Fylkir tilkynnti fyrr í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásgeir Börk Ásgeirsson, fyrrverandi fyrirliða liðsins, um starfslok hans hjá félaginu. 

Er Hewson því að öllum líkindum ætla að fylla skarðið sem Ásgeir Börkur skilur eftir sig inni á miðsvæðinu hjá liðinu.