Íslenski boltinn

Sam Hewson leysir Ásgeir Börk af hólmi

Sam Hewson skrifaði í hádeginu í dag við knattspyrnulið Fylkis, en hann gengur til liðs við félagið frá Grindavík.

Sam Hewson í Fylkisbúningnum. Mynd/Facebook-síða Fylkis

Enski miðvallarleikmaðurinn Sam Hewson gekk í dag í raðir Fylkis og mun leika með liðinu í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. 

Hewson kemur til Fylkis frá Grindavík, en auk Suðurnesjaliðsins hefur hann leikið með Fram hér á landi. Hann var kynntur til leiks hjá Fylki á blaðamannafundi sem haldinn var í Fylkishöllinni í dag. 

Þar kom fram að samningur Hewson við Fylki væri til þriggja ára, en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2011. Hann var á mála hjá Manchester United á árunum 2007 til 2010.  

Fylkir tilkynnti fyrr í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásgeir Börk Ásgeirsson, fyrrverandi fyrirliða liðsins, um starfslok hans hjá félaginu. 

Er Hewson því að öllum líkindum ætla að fylla skarðið sem Ásgeir Börkur skilur eftir sig inni á miðsvæðinu hjá liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Íslenski boltinn

Theodór Elmar í viðræðum við lið frá Dubai

Íslenski boltinn

Margrét Lára með tvö mörk í endurkomu sinni

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing