Naumur 28-26 sigur Frakka á Íslandi gerir út um vonir Íslands á að komast áfram í átta liða úrslitin á HM og er ljóst að leikurinn gegn Noregi á sunnudaginn lokaleikur Íslands á mótinu.

Íslenska liðið barðist af krafti og var inn í leiknum allt þar til á lokakaflanum þegar frönsku vörninni tókst að skella í lás og loka markinu í tæpar sex mínútur.

Með sigri í dag átti Ísland enn von á að komast áfram í átta liða úrslitin en tap myndi þýða að leikurinn á sunnudags yrði aðeins upp á stoltið.

Hið ógnarsterka lið Frakklands var með frumkvæðið framan af en ólíkt leiknum gegn Sviss gekk sóknarleikur Íslands vel. Strákarnir okkar voru ferskari að sjá og keyrðu upp hraðann í sóknunum.

Mest fór munurinn upp í þrjú mörk fimm mínútum fyrir hálfleik en Ísland minnkaði muninn niður í eitt mark fyrir hálfleik.

Seltirningurinn Viggó Kristjánsson byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og átti stóran þátt í góðri rispu íslenska liðsins þegar Ísland náði tveggja marka forskoti og hélt forskotinu framan af seinni hálfleiks.

Með því að herða skrúfurnar í varnarleiknum tókst Frökkum að ná 8-4 kafla á síðustu tuttugu mínúturnar, snúa leiknum sér í hag og landa sigrinum.

Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Íslands með níu mörk en næstur kom Viggó með sjö mörk áður en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla.