Körfubolti

Herra ÍR leggur skóna á hilluna

Sveinbjörn Claessen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þrettán ár með ÍR í körfubolta en þetta staðfestir Sveinbjörn við Morgunblaðið í dag. Hann

Sveinbjörn keyrir inn að körfunni í leik með ÍR. Fréttablaðið/Ernir

Sveinbjörn Claessen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þrettán ár með ÍR í körfubolta en þetta staðfestir Sveinbjörn við Morgunblaðið í dag.

Sveinbjörn sem er 32 ára segir í viðtali við Morgunblaðið að gömul hnémeiðsli hafi gert honum erfitt fyrir en Sveinbjörn sleit tvisvar krossband á ferlinum.

Sveinbjörn var hluti af liði ÍR sem vann bikarmeistaratitilinn árið 2007 en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu í rúm tíu ár. Lék hann fyrstu leiki sína fyrir ÍR í efstu deild árið 2005.

Var hann ekki í jafn stóru hlutverki og oft áður á þessu tímabili þegar ÍR rétt missti af deildarmeistaratitlinum en féll úr leik gegn Tindastól í undanúrslitum Dominos-deildar karla.

Var þetta annað árið í röð sem ÍR kemst í úrslitakeppnina eftir sex ár sem ÍR komst ekki í úrslitakeppnina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Körfubolti

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Körfubolti

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Auglýsing