Körfubolti

Herra ÍR leggur skóna á hilluna

Sveinbjörn Claessen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þrettán ár með ÍR í körfubolta en þetta staðfestir Sveinbjörn við Morgunblaðið í dag. Hann

Sveinbjörn keyrir inn að körfunni í leik með ÍR. Fréttablaðið/Ernir

Sveinbjörn Claessen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þrettán ár með ÍR í körfubolta en þetta staðfestir Sveinbjörn við Morgunblaðið í dag.

Sveinbjörn sem er 32 ára segir í viðtali við Morgunblaðið að gömul hnémeiðsli hafi gert honum erfitt fyrir en Sveinbjörn sleit tvisvar krossband á ferlinum.

Sveinbjörn var hluti af liði ÍR sem vann bikarmeistaratitilinn árið 2007 en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu í rúm tíu ár. Lék hann fyrstu leiki sína fyrir ÍR í efstu deild árið 2005.

Var hann ekki í jafn stóru hlutverki og oft áður á þessu tímabili þegar ÍR rétt missti af deildarmeistaratitlinum en féll úr leik gegn Tindastól í undanúrslitum Dominos-deildar karla.

Var þetta annað árið í röð sem ÍR kemst í úrslitakeppnina eftir sex ár sem ÍR komst ekki í úrslitakeppnina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Körfubolti

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Körfubolti

Jón Arnór hetja KR - Elvar magnaður

Auglýsing

Nýjast

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Benitez valinn stjóri mánaðarins í nóvember

Ljóst hvaða liðum Ísland getur mætt í HM umspilinu

Auglýsing