Alex Freyr Hilm­ars­son hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann semur við Vetmannaeyinga til þriggja ára.

Alex Fremur gengur til liðs við ÍBV frá KR en hann lék sem lánsmaður hjá Kórdrengjum seinni hluta síðasta sumars.

Eyjamenn verða nýliðar í efstu deild á næstu leiktíð en liðið mun þar leika undir stjórn Hermanns Heiðarssonar, sem tók við liðinu af Helga Sigurðssyni, í haust.

Fram kemur í frétt ÍBV um vistaskiptin að Alex Freyr sé menntaður sjávarútvegsfræðingur og hann muni flytja með fjölskyldu sína til Eyja.