Henry til varnar Pogba

Graeme Souness hélt áfram að skjóta á hinn rándýra leikmann Manchester United, Paul Pogba, á Sky í gær. Landi Pogba, Thierry Henry, kom landa sínum til varnar.

Það andaði köldu á milli Spuness og Henry þegar rætt var um frammistöðu Pogba.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Paul Pogba síðustu leiki og hann hefur ekki fengið að klára síðustu þrjá. Jose Mourinho er farinn að taka Frakkann af velli ef hann stendur sig ekki. 

Sem, því miður fyrir Manchester United, hefur verið of oft. 

Graham Souness, skaut fast á Pogba í pistli í Times á laugardagsmorgun og hélt áfram að benda á það sem honum finnst vera að leikstíl Pogba. 

Thierry Henry var gestur með Souness og var ekki glaður í bragði. „Þegar leikmaður er svona góður þá býst fólk alltaf við einhverju stórkostlegu. Hann er mjög vinsæll í Frakklandi en hann er ekki varnarsinnaður miðjumaður. Hann hefur ekki áhrif á leikinn sem varnarsinnaður. Er hann eins og N´Golo Kante? Nei. Það er í DNA Pogba að vera framar og skapa færi og mörk fyrir samherja sína,“ sagði Henry - svona í lauslegri þýðingu.

Hér má sjá hvernig stuðningsmenn Manchester United brugðust við eftir að lokaflautið gall. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ótrúleg markmannsmistök - myndband

Fótbolti

Bjuggu í óhitaðri rottuholu

Fótbolti

Stjörnur Juventus fengu kennslu hjá Globetrotters | Myndband

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing