Fótbolti

Henry til varnar Pogba

Graeme Souness hélt áfram að skjóta á hinn rándýra leikmann Manchester United, Paul Pogba, á Sky í gær. Landi Pogba, Thierry Henry, kom landa sínum til varnar.

Það andaði köldu á milli Spuness og Henry þegar rætt var um frammistöðu Pogba.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Paul Pogba síðustu leiki og hann hefur ekki fengið að klára síðustu þrjá. Jose Mourinho er farinn að taka Frakkann af velli ef hann stendur sig ekki. 

Sem, því miður fyrir Manchester United, hefur verið of oft. 

Graham Souness, skaut fast á Pogba í pistli í Times á laugardagsmorgun og hélt áfram að benda á það sem honum finnst vera að leikstíl Pogba. 

Thierry Henry var gestur með Souness og var ekki glaður í bragði. „Þegar leikmaður er svona góður þá býst fólk alltaf við einhverju stórkostlegu. Hann er mjög vinsæll í Frakklandi en hann er ekki varnarsinnaður miðjumaður. Hann hefur ekki áhrif á leikinn sem varnarsinnaður. Er hann eins og N´Golo Kante? Nei. Það er í DNA Pogba að vera framar og skapa færi og mörk fyrir samherja sína,“ sagði Henry - svona í lauslegri þýðingu.

Hér má sjá hvernig stuðningsmenn Manchester United brugðust við eftir að lokaflautið gall. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Fékk mjög misvísandi skilaboð hver stefnan væri“

Fótbolti

Ungir Haukar koma saman og horfa á Söru Björk

Fótbolti

Iniesta semur við lið í Japan

Auglýsing

Nýjast

Sport

Vilja ekki skipta á Alderweireld og Martial

Golf

Birgir Leifur undir pari þriðja hringinn í röð

Sport

Neymar dreymir um að spila undir stjórn Guardiola

Enski boltinn

Eigandi Liverpool tilbúinn að eyða í sumar

HM 2018 í Rússlandi

Reiðir aðdáendur brutu sér leið inn á æfingu Brasilíu

Golf

Tvær slakar holur felldu Ólafíu

Auglýsing