Að sögn Henry sem er af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi var hann ekki tilbúinn að eyða öðru ári í fjarveru fjölskyldu sinnar.

Þjálfaraferill Henry hefur gengið brösulega en eftir að hafa verið í aðstoðarþjálfarahlutverki hjá Arsenal og belgíska landsliðinu fékk Henry tækifæri til að taka við Mónakó árið 2018.

Henry entist stutt hjá Mónakó en eftir að hafa aðeins unnið fjóra leiki af tuttugu var honum vikið úr starfi nokkrum mánuðum eftir að hafa tekið við liðinu.

Árangurinn var ekki merkilegur í Kanada þar sem Montreal vann níu leiki af 29 undir stjórn þess franska.