Thierry Henry var í gærkvöld ráðinn sem þjálfari franska félagsins Mónakó. Hann tekur við liðinu af Leonardo Jardim sem var rekinn á dögunum.

Fær Henry því fyrsta tækifæri sitt sem aðalþjálfari liðs hjá félaginu sem hann steig fyrstu skref sín með í meistaraflokki.

Var Henry eitt af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma og lék með Arsenal, Barcelona, Juventus og NY Red Bulls.

Henry hefur verið orðaður við fjölmörg lið á undanförnum mánuðum, þar á meðal Aston Villa en mun nú reyna að koma Mónakó á réttan stað í stigatöflunni eftir slaka byrjun á tímabilinu.