Jordan Henderson, fyrirliði karlaliðs Liverpool í fótbolta, hefur fest sig til framtíðar hjá félaginu en hann skrifaði í dag undir samning við félagið sem gildir til ársins 2025.

Miðvallarleikmaðurinn átti tvö ár eftir af fyrri samningi sínum en hann hefur 394 leiki fyrir liðið síðan hann kom til Bítlaborgarinnar frá Sunderland árið 2011.

Þessi 31 árs leikmaður hefur bæði unnið Meistaradeild Evrópu og enska meistaratitilinn í tíð sinni hjá Liverpool en hann var fyrirliði í bæði skiptin sem þessir bikarar fóru á loft.