Fótbolti

Hélt upp á sálfræðigráðuna með tveimur mörkum

Glódísi Perlu Viggósdóttur er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Hún er búin að ná sér í sálfræðigráðu.

Glódís Perla tók málin í sínar hendur í seinni hálfleik. Fréttablaðið/Anton

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar það vann það slóvenska, 2-0, í undankeppni HM í gær. Með sigrinum komst Ísland á topp síns riðils og í góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni.

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir hjá Glódísi því um helgina útskrifaðist hún með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Glódís leikur sem atvinnumaður með Rosengård í Svíþjóð en hefur nýtt tímann sem hún á aflögu til að sækja sér menntun.

Þótt Glódís sé aðeins 22 ára hefur hún leikið 68 landsleiki. Og mörkin fyrir landsliðið eru nú orðin fimm talsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Fótbolti

Albert til AZ Alkmaar

Fótbolti

Mandzukic leggur landsliðsskóna á hilluna

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Segja að Shaqiri hafi hafnað Man United í sumar

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

Auglýsing