Fótbolti

Hélt upp á sálfræðigráðuna með tveimur mörkum

Glódísi Perlu Viggósdóttur er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Hún er búin að ná sér í sálfræðigráðu.

Glódís Perla tók málin í sínar hendur í seinni hálfleik. Fréttablaðið/Anton

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar það vann það slóvenska, 2-0, í undankeppni HM í gær. Með sigrinum komst Ísland á topp síns riðils og í góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni.

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir hjá Glódísi því um helgina útskrifaðist hún með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Glódís leikur sem atvinnumaður með Rosengård í Svíþjóð en hefur nýtt tímann sem hún á aflögu til að sækja sér menntun.

Þótt Glódís sé aðeins 22 ára hefur hún leikið 68 landsleiki. Og mörkin fyrir landsliðið eru nú orðin fimm talsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andri Lucas og Daníel Tristan færa sig um set

Fótbolti

Bjart­sýnir á að Ís­land komist upp úr D-riðli

Fótbolti

Rúnar Alex til Dijon í Frakk­landi

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Vonbrigði í Volgograd

HM 2018 í Rússlandi

Nígería hafði betur gegn Íslandi

HM 2018 í Rússlandi

Brasilía skoraði tvö mörk í uppbótartíma

HM 2018 í Rússlandi

Þrjár breytingar hjá Nígeríu frá síðasta leik

HM 2018 í Rússlandi

Þessir hefja leik gegn Nígeríu

HM 2018 í Rússlandi

Strákarnir okkar mættir á völlinn í Volgograd

Auglýsing