Ellefu af 23 leikmönnum franska landsliðsins hafa á einhverjum tímapunkti verið liðsfélagar leikmanns úr íslenska kvennalandsliðsinu.

Sex leikmenn úr franska landsliðinu voru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á einhverjum tímapunkti á tveimur árum Söru í herbúðum Lyon.

Þá verður Pauline Peyraud-Magnin liðsfélagi Söru hjá Juventus þegar næsta tímabil hefst eftir að Sara samdi á dögunum við ítalska stórveldið.

Þrír leikmenn voru liðsfélagar Svövu Rósar Guðmundsdóttur hjá Bordeaux og tvær hafa verið liðsfélagar Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham.

Leikmenn Frakklands sem hafa verið liðsfélagar Íslendinga:

Wendie Renard (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-22)

Selma Bacha (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-22)

Griedge Mbock Bathy (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-22)

Melvine Malard (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-22)

Delphine Cascarino (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-22)

Sakina Karchaoui (Liðsfélagi Söru hjá Lyon frá 2020-21)

Evé Périsset (Liðsfélagi Svövu hjá Bordeaux árið 2021)

Charlotte Bilbault (Liðsfélagi Svövu hjá Bordeaux árið 2021)

Ouleymata Sarr (Liðsfélagi Svövu hjá Bordeaux árið 2021)

Kenza Dali (Liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham árið 2021)

Hawa Cissoko (Núverandi liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham)