Lögreglan í Englandi greindi frá því í vikunni að rúmlega átta hundruð handtökur hefðu átt sér stað á fyrstu sex mánuðum þessa tímabils. Það er aukning um 47 prósent á tveimur árum.

Að sögn lögreglunnar hegða áhorfendur sér mun verr. Um 750 tilkynningar bárust um ósæmilega hegðun sem leiddi ekki til handtöku.

Í skýrslunni sem er til umfjöllunar hjá BBC kemur fram að það hafi komið upp atvik þar sem lögreglan þurfti að grípa inn í hjá tæplega helmingi félaganna í efstu deildum Englands og efsta stigi utandeildarinnar.

Þá barst lögreglunni 759 tilkynningar um ólöglega notkun flugelda á leikjum í Englandi frá 1. júlí til 31.desember á síðasta ári.

Mesta aukningin átti sér stað í Championship-deildinni og National League, efstu utandeild Englands.