Helgi Valur Daníelsson, hinn reynslumikli leikmaður karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, mun ekki leika meira með liðinu í sumar en hann fótbrotnaði illa í 2-0 sigri liðsins á móti Gróttu í þriðju umferð Íslandsmótsin í Árbænum í gærkvöldi .

Helgi Valur segir í samtali við mbl.is að hann sé fjórbrotinn en um sé að ræða tvö brot á tveimur beinum sem er alveg í sundur. Á þessari stundu telur Helgi Valur að hann hafi leikið sinn síðasta leik á ferlinum en hann verður 39 ára gamall síðar í sumar.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna árið 2015 að loknum farsælum ferli bæði hér heima og erlendis tók Helgi Valur skóna af hillunni árið 2018 og hefur leikið með Árbæjarliðinu síðan þá.

Auk uppeldisfélagsins, Fylki, spilaði Helgi Valur með Peter­borough United, Öster, Elfs­borg, Hansa Rostock, AIK, Belen­ens­es og AGF á ferl­i sínum.