Helgi Seljan, blaða­maður á Stundinni, settist í settið í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jóns­son, í­þrótta­stjóri Torgs.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu í ár fer fram í Katar. Fer það fram nú yfir veturinn þar sem of heitt er að spila þar á sumrin.

„Að mörgu leyti er þetta frá­bær tími,“ segir Helgi.

Hörður tók í sama streng. „Maður er ekki að fara í ferða­lag hingað eða þangað. Það eru allir bara heima hjá sér.

Miðað við lestrar­tölur á í­þrótta­miðlum er á­huginn gígantískur. Á þessum vinnu­stað, sem telur um 80 manns, eru allir að kíkja á sjón­varpið.“

Helgi telur þó að tíma­setningin á HM í Katar geti einnig valdið usla.

„Eftir því sem teygist meira inn á að­ventuna getur þetta valdið á­rekstrum inn á heimilunum.“