Helgi Seljan, blaða­maður á Stundinni, settist í settið í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jóns­son, í­þrótta­stjóri Torgs.

Gianni Infantino, for­seti FIFA, hefur mikið verið í um­ræðunni í kringum Heims­meistara­mótið í Katar.

„Þessi gæi. Ég veit ekki hvað maður á að segja. Er von­laust að mynda ein­hvers konar sam­tök knatt­spyrnu­fólks án þess að það verði eitt­hvað vesen og klúður? Hann er búinn að klúðra þessu ævin­týra­lega,“ segir Helgi.

FIFA hefur verið harð­lega gagn­rýnt fyrir að leyfa Katar að halda HM. Þá hefur Infantino sjálfur hlotið mikla gagn­rýni og þótt takt­laus.

„Að á­kveða að taka þessa heitu kar­töflu og troða henni ofan í kokið á sér eins og þarna.“

Hörður tók til máls og telur Katar hafa keypt sér um­fjöllun á­kveðins fjöl­miðla­fólks.

„Ég held að Katar sé búið að kaupa Pi­ers Morgan. Það er bara tekið við­tal við fólk sem talar vel um land og þjóð.“