Helgi Seljan, blaða­maður á Stundinni, settist í settið í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jóns­son, í­þrótta­stjóri Torgs.

Bene­dikt spurði Helga út í það hvort hann hafi ein­hvern tímann langað að verða í­þrótta­maður. Helgi tók stundum við­töl eftir í­þrótta­leiki og annað slíkt á RÚV.

„Mig hefur alveg langað það. Mig langaði líka einu sinni að vera at­vinnu­maður í í­þróttum. Það hefði samt ekki verið mikill fengur fyrir lið að fá mig,“ segir Helgi léttur.

„Ég var fínn í í­þróttum fram að svona níu ára. Þá fór maður að þurfa að hafa skilning á leiknum. Svo var þetta enn þá verra þegar farið var á stóran völl.“

Rann­sóknar­blaða­mennskan sem Helgi sinnir í dag hentar honum betur að eigin sögn.

„Ég held að það sé betra að ég sé þarna. Ég veit ekki hvernig væri ef ég væri að lýsa þessum leikjum á HM núna.“