Helga tilkynnti þetta á Twitter í dag en búið er að boða til aukaþings þann 2. október næstkomandi eftir að fyrrverandi stjórn KSÍ sagði af sér á dögunum.

Kallað var eftir því að fyrrum stjórn KSÍ myndi segja af sér eftir að það kom í ljós að KSÍ hafði hylmt yfir ofbeldisbrot landsliðsmanns.

Helga er þriðja manneskjan sem býður sig fram en áður höfðu Vanda Sigurgeirsdóttir, sigursælasta knattspyrnukona Íslands frá upphafi og Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, tilkynnt framboð sitt.

Vanda býður sig fram í formannshlutverkið innan KSÍ.