Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta ferðaðist út í gær til Búkarest í Rúmeníu en þar kemur liðið saman til æfinga fyrir leikinn á fimmtudaginn þar sem íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM, EuroBasket 2023, gegn heimastúlkum frá Rúmeníu.

Gera þurfti eina breytingu á leikmannahópnum frá því að leikmannahópurinn var valinn fyrir komandi leiki en Helena Sverrisdóttir er meidd og getur ekki leikið í þessum landsliðsglugga.

Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, valdi Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur úr Fjölni í hópinn en þetta er hennar fyrsta A-landsliðsverefni.

Alls eru því fjórir nýliðar í hópnum en ásamt Emmu Sóldísi eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir nýliðar.

Hópurinn er því þannig skipaður:

Nafn · Lið (Landsleikir)

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)

Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)

Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði)

Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (Nýliði)

Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði)

Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)

Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)

Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)

Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)

Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir og Helena Sverrisdóttur eru á meiðslalista og geta ekki leikið. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti.