Helena Rut Örvars­dótt­ir landsliðskona í hand­bolta hef­ur samið við danska úr­vals­deild­arliðið Sönd­erjyskE en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins í dag.

Samningur Helenu Rutar við danska liðið til eins árs en mögulegt er að hann verði framlengdur um eitt ár að samningstímanum loknum.

Þetta er þriðja erlenda liðið sem hún leikur með en hún fór frá Stjörnunni til norska liðsins Byå­sen og lék síðan Dijon í Frakklandi á síðasta keppnistímabili.

Þessi 25 ára gamla rétthenta skytta er orðin einn af lykilleikmönnunum í íslenska landsliðinu og það er vonandi að hún bæti leik sinn enn frekar í Danmörku.