Körfubolti

Helena með þrennu er Haukar urðu deildarmeistarar

Haukar unnu Val, 67-71, í kvöld og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. Bæði Haukaliðin eru því deildarmeistarar í körfubolta.

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu. Fréttablaðið/Ernir

Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna með sigri á Val, 67-71, í kvöld. Bæði karla- og kvennalið Hauka í körfubolta eru því ríkjandi deildarmeistarar.

Þetta var fjórtándi sigur Haukakvenna í röð en þær hafa verið óstöðvandi á þessu ári.

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í liði Hauka. Hún skoraði 16 stig, tók 20 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Whitney Frazier skoraði einnig 16 stig.

Aalyah Whiteside skoraði 29 stig og tók 16 fráköst í liði Vals sem er í 2. sæti deildarinnar.

Stig Vals: Aalyah Whiteside 29/16 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 1.

Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 16/20 fráköst/11 stoðsendingar, Whitney Frazier 16/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Fanney Ragnarsdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Firmino ætti að vera klár í fyrsta leik

Körfubolti

Birgir Leifur náði ekki að halda sama flugi

Körfubolti

Sigtryggur Arnar samdi við Grindvíkinga

Auglýsing

Nýjast

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Auglýsing