Körfubolti

Helena með þrennu er Haukar urðu deildarmeistarar

Haukar unnu Val, 67-71, í kvöld og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. Bæði Haukaliðin eru því deildarmeistarar í körfubolta.

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu. Fréttablaðið/Ernir

Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna með sigri á Val, 67-71, í kvöld. Bæði karla- og kvennalið Hauka í körfubolta eru því ríkjandi deildarmeistarar.

Þetta var fjórtándi sigur Haukakvenna í röð en þær hafa verið óstöðvandi á þessu ári.

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í liði Hauka. Hún skoraði 16 stig, tók 20 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Whitney Frazier skoraði einnig 16 stig.

Aalyah Whiteside skoraði 29 stig og tók 16 fráköst í liði Vals sem er í 2. sæti deildarinnar.

Stig Vals: Aalyah Whiteside 29/16 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 1.

Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 16/20 fráköst/11 stoðsendingar, Whitney Frazier 16/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Fanney Ragnarsdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Körfubolti

Margrét lætur af störfum að eigin ósk

Körfubolti

Geta byrjað á þremur sigrum í fyrsta sinn í níu ár

Auglýsing

Nýjast

Óðinn í liði umferðarinnar

David Silva frá í nokkrar vikur

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Guðrún semur við Djurgården

Ársmiðarnir fyrir undankeppni EM seldust upp strax

Auglýsing