Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna í fjórða sinn eftir fjögurra stiga sigur, 74-70, á Val í oddaleik á Ásvöllum.

Helena Sverrisdóttir var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Hún skrifaði nafn sitt í sögubækurnar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í úrslitaeinvígi. 

Helena var með 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm í úrslitunum.

Helena var einnig valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 2007, þegar hún var aðeins 19 ára gömul. Þá var Helena með 22,3 stig, 11,0 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena varð einnig meistari með Haukum 2006.