Körfubolti

Helena með þrefalda tvennu að meðaltali í úrslitunum

Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Hauka og Vals. Hún afrekaði nokkuð en enginn annar leikmaður hefur gert áður.

Helena tekur við verðlaununum fyrir að vera besti leikmaður úrslitaeinvígisins úr hendi Guðbjargar Norðfjörð, varaformanns KKÍ. Fréttablaðið/Stefán

Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna í fjórða sinn eftir fjögurra stiga sigur, 74-70, á Val í oddaleik á Ásvöllum.

Helena Sverrisdóttir var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Hún skrifaði nafn sitt í sögubækurnar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í úrslitaeinvígi. 

Helena var með 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm í úrslitunum.

Helena var einnig valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 2007, þegar hún var aðeins 19 ára gömul. Þá var Helena með 22,3 stig, 11,0 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena varð einnig meistari með Haukum 2006.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Haukar meistarar eftir gríðarlega spennu

Körfubolti

Margrét lætur af störfum að eigin ósk

Körfubolti

Geta byrjað á þremur sigrum í fyrsta sinn í níu ár

Auglýsing

Nýjast

Atli verður áfram í Kaplakrika

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Tvær FH-tíur tóku morgunæfingu í Kaplakrika

Nokkrir sóttu um starf yfirmanns knattspyrnumála

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing