Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta takast á við Slóvakíu í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll klukkan 16.00 í dag.

Helena Sverrisdóttir á æfingu með íslenska liðinu í vikunni. Fréttablaðið/Anton

Við erum Íslendingar og trúum því að við getum unnið alla leiki sem við förum í. Ef við spilum hörkuvörn og setjum skotin fyrir utan ofan í getum við staðið í þessum liðum,“ segir Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. 

Helena hefur verið langbesti leikmaður Íslands í undankeppni EM 2019. Hún er með 23,5 stig, 8,0 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í undankeppninni. Íslenska liðinu hefur gengið erfiðlega að halda út í undankeppninni og oftar en ekki gefið mikið eftir í seinni hálfleik leikjanna. 

„Það þýðir ekki bara að spila fyrri hálfleikinn. Sá seinni er líka hluti af leiknum. Við verðum að undirbúa okkur vel og vera með það bak við eyrað að þegar seinni hálfleikurinn byrjar þurfum við að stíga á bensíngjöfina og gefa ekki eftir. 

Það þarf að koma framlag frá öllum. Það þurfa allir að skila sínu, ekki bara 2-3 leikmenn,“ segir Helena sem leikur sinn 69. landsleik í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Körfubolti

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Körfubolti

Rodriguez með þrefalda tvennu

Auglýsing

Nýjast

Viðræður hafnar við Martial

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Liverpool mætir Bayern

Lánsmaðurinn sem gerði Arsenal grikk

Auglýsing