Körfubolti

Helena aftur í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir er á förum til Ungverjalands þar sem hún mun leika með liði í efstu deild.

Helena í leik með Haukum í vetur.

Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Domino's deildar kvenna á síðasta tímabili, er á förum til Ungverjalands. Þar mun Helena leika með úrvalsdeildarliðinu Cegled. Þetta staðfesti hún í samtali við RÚV.

Helena skrifar undir eins árs samning við Cegled í kvöld. Liðið endaði í 6. sæti ungversku deildarinnar í vetur.

Helena lék erlendis á árunum 2007-15, fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og svo sem atvinnumaður hjá Good Angels Kosice í Slóvakíu, Diósgyöri í Ungverjalandi og Polkowise í Póllandi. Þá lék hún nokkra leiki með Good Angels Kosice í vetur.

Helena, sem er 29 ára, átti frábært tímabil með Haukum í vetur og átti hvað stærstan þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hún var valin besti leikmaður tímabilsins og besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Körfubolti

Birna Valgerður á leið til Arizona

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing