Körfubolti

Helena aftur í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir er á förum til Ungverjalands þar sem hún mun leika með liði í efstu deild.

Helena í leik með Haukum í vetur.

Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Domino's deildar kvenna á síðasta tímabili, er á förum til Ungverjalands. Þar mun Helena leika með úrvalsdeildarliðinu Cegled. Þetta staðfesti hún í samtali við RÚV.

Helena skrifar undir eins árs samning við Cegled í kvöld. Liðið endaði í 6. sæti ungversku deildarinnar í vetur.

Helena lék erlendis á árunum 2007-15, fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og svo sem atvinnumaður hjá Good Angels Kosice í Slóvakíu, Diósgyöri í Ungverjalandi og Polkowise í Póllandi. Þá lék hún nokkra leiki með Good Angels Kosice í vetur.

Helena, sem er 29 ára, átti frábært tímabil með Haukum í vetur og átti hvað stærstan þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hún var valin besti leikmaður tímabilsins og besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Valur úr fallsæti

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Auglýsing

Nýjast

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Auglýsing