Körfubolti

Helena aftur í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir er á förum til Ungverjalands þar sem hún mun leika með liði í efstu deild.

Helena í leik með Haukum í vetur.

Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Domino's deildar kvenna á síðasta tímabili, er á förum til Ungverjalands. Þar mun Helena leika með úrvalsdeildarliðinu Cegled. Þetta staðfesti hún í samtali við RÚV.

Helena skrifar undir eins árs samning við Cegled í kvöld. Liðið endaði í 6. sæti ungversku deildarinnar í vetur.

Helena lék erlendis á árunum 2007-15, fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og svo sem atvinnumaður hjá Good Angels Kosice í Slóvakíu, Diósgyöri í Ungverjalandi og Polkowise í Póllandi. Þá lék hún nokkra leiki með Good Angels Kosice í vetur.

Helena, sem er 29 ára, átti frábært tímabil með Haukum í vetur og átti hvað stærstan þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hún var valin besti leikmaður tímabilsins og besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Finnur Atli yfirgefur Hauka: Fylgir Helenu út

Körfubolti

Stuttmynd Kobe fékk Emmy-verðlaun

Körfubolti

Jón Axel verð­launaður á loka­hófi David­son

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Auglýsing