Caster Semenya, tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna bauðst til þess að afklæðast fyrir framan forystumenn frjálsíþróttaheimsins til þess að sanna það að hún væri ekki með typpi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um Semenya á vegum HBO en hún hefur til lengri tíma þurft að berjast fyrir rétti sínum innan sinnar íþróttar.

Semenya skaust upp á sjónarsviðið í heimi frjálsíþrótta árið 2009 þegar að hún vann 800 metra hlaup með miklum yfirburðum aðeins nokkrum klukkutímum eftir að forystumenn frjálsíþróttahreyfingarinnar vildu að hún undirgangast kynjapróf til þess að fá það alveg ljóst að hún væri yfir höfuð kona.

,,Þeir héldu að ég væri með typpi en ég sagði þeim að ég væri kona," segir Semenya í heimildarmenn HBO og hún segist hafa sagt þetta við forrystumenn frjálsíþróttahreyfingarinnar: 'Ef þið viljið fá sönnun fyrir því að ég sé kona skal ég sýna ykkur píkuna mína, okey?"

Árið 2018 setti Alþjóða frjálsíþróttasambandið á reglu sem kveður á um að konur með hærra testósterónmagn en venjan er hjá konum mættu ekki lengur keppa í hlaupum frá 400 metrum og upp í eina mílu.

Þessi reglubreyting vakti athygli og var það mat margra að með þessu væri verið að beita nýtilgerðri reglu beint að Semenya. Testósterónmagnið hjá henni mælist hærra en hjá felstum konum.

Semenya hefur prófað að taka lyf sem heldur testósterónmagninu í líkama hennar niðri en hún segist veikjast mikið af þeim og ætlar því ekki að taka þau. Þess í stað mun hún snúa sér að lengri hlaupum og hefur í hyggju að hlaupa 3000 metra á Heimsmeistaramóti sem haldið verður í Eugene í Bandaríkjunum.