Enski boltinn

Heitt undir sæti Sam Allardyce

Sam Allardyce verður látinn taka pokann sinn sem knattspyrnusjtóri Everon í vikunni ef marka má fregnir sem fram koma í hinum ýmsu bresku fjölmiðlum þessa dagana.

Sam Allardyce eitthvað önugur á hliðarlínunni í vetur. Fréttablaðið/Getty

Sam Allardyce verður látinn taka pokann sinn sem knattspyrnusjtóri Everon í vikunni ef marka má fregnir sem fram koma í hinum ýmsu bresku fjölmiðlum þessa dagana. 

Allardyce tók við stjórnartaumunum hjá Everton í lok nóvember, en hann tók við starfinu af David Unsworth sem hafði verið ráðinn tímabundinn knattspyrnustjóri eftir að Ronald Koeman var sagt upp störfum í upphafi leiktíðarinnar. 

Undir stjórn Allardyce hafnaði Everton í áttunda sæti deildarinnar með 49 stig, en eigendur félagsins og stuðningsmenn höfðu gert sér væntingar um Evrópusæti fyrir leiktíðina. 

Þá var kurr meðal stuðningsmanna Everton með þann leikstíl sem liðið lék að undirlagi Allardyce. Talið er Farhad Moshiri og Bill Kenwright muni láta Allardyce fara í vikunni og ráða Marco Silva sem var efstur á óskalista þeirra til þess að taka við liðinu síðasta haust. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing