Enski boltinn

Heitt undir sæti Sam Allardyce

Sam Allardyce verður látinn taka pokann sinn sem knattspyrnusjtóri Everon í vikunni ef marka má fregnir sem fram koma í hinum ýmsu bresku fjölmiðlum þessa dagana.

Sam Allardyce eitthvað önugur á hliðarlínunni í vetur. Fréttablaðið/Getty

Sam Allardyce verður látinn taka pokann sinn sem knattspyrnusjtóri Everon í vikunni ef marka má fregnir sem fram koma í hinum ýmsu bresku fjölmiðlum þessa dagana. 

Allardyce tók við stjórnartaumunum hjá Everton í lok nóvember, en hann tók við starfinu af David Unsworth sem hafði verið ráðinn tímabundinn knattspyrnustjóri eftir að Ronald Koeman var sagt upp störfum í upphafi leiktíðarinnar. 

Undir stjórn Allardyce hafnaði Everton í áttunda sæti deildarinnar með 49 stig, en eigendur félagsins og stuðningsmenn höfðu gert sér væntingar um Evrópusæti fyrir leiktíðina. 

Þá var kurr meðal stuðningsmanna Everton með þann leikstíl sem liðið lék að undirlagi Allardyce. Talið er Farhad Moshiri og Bill Kenwright muni láta Allardyce fara í vikunni og ráða Marco Silva sem var efstur á óskalista þeirra til þess að taka við liðinu síðasta haust. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Enski boltinn

Dortmund sýnir Origi áhuga

Enski boltinn

Sarri ætlar að reyna að leggja frá sér sígaretturnar

Auglýsing

Nýjast

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Köstuðu leik­föngum til veikra barna | Mynd­band

Auglýsing