Reuters fjallar um málið.

Sveinn Aron kom inn á um miðbik seinni hálfleiks og var fljótur að láta til sín taka. Hann krækti í vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins en nokkrum mínútum seinna kom Andri Lucas inn á.

Undir lok venjulegs leiktíma var komið að Sveini að leggja upp fyrir yngri bróðir sinn þegar hann skallaði boltann á Andra sem skoraði fjórða mark Íslands. Var þetta annað landsliðsmarks Andra á 39 mínútum spiluðum.

ESPN fjallar um málið.

Heimspressan fjallar um málið en enskir miðlar, spænskir miðlar og miðlar á Norðurlöndum hafa skrifað um þá bræður í dag.

„Guðjohnsen gera þetta að fjölskyldumáli í sigri Íslands gegn Liechtenstein," segir í fyrirsögn ESPN.

Spænskir miðlar fjalla einnig um málið.