Eliud Kipchoge setti heimsmet í dag er hann sigraði Berlínarmaraþonið. Hann hljóp á 2:01:09 og var langfyrstur í mark.

Þessi magnaði Kenýamaður átti einnig fyrrum heimsmetið, sem hann setti einmitt í Berlín árið 2018. Þá hljóp hann á 2:01:39.

Hlaup hans í dag var afar gott og leit Kipchoge virkilega vel út allan tímann.

Kipchoge hefur áður hlaupið maraþon á undir tveimur tímum, í Austurríki 2019. Það var hins vegar ekki viðurkenn hlaup þar sem það var sett upp fyrir hann.