Hnefa­leika­kappinn Ty­son Fury, tvö­faldur heims­meistari í þunga­vigt kom af stað orð­rómi með því að spyrja að því á sam­fé­lags­miðlum hvort Haf­þór Júlíus Björns­son, betur þekktur sem Fjallið í þáttunum Game of Thrones gæti tekið við einu af sínum höggum.

Fury á­kvað að láta gott heita í at­vinnu­manna hnefa­leikum eftir sigur sinn gegn Dilli­an Whyt­e á Wembl­ey leik­vanginum fyrr á þessu ári en virðist nú leita eftir svo­kölluðum sýningar­bar­dögum líkt þeim sem Haf­þór átti gegn Eddi­e Hall í mars.

,,Ég velti því fyrir mér hvort Haf­þór geti tekið á móti þungri hægri hönd beint á þennan stóra kjálka?" spurði Fury í færslu á sam­fé­lags­miðlum og merkti Haf­þór í færsluna.

Það tók Haf­þór ekki langan tíma að svara þessari á­skorun. ,,Ég er 100% til í þetta stríð. Látum af þessu verða."

Haf­þór skipti yfir úr kraft­lyftingum til þess að berjast við kollega sinn úr þeirri í­þrótt í sýningar­bar­daga í mars eftir deilur mili þeirra sem höfðu staðið yfir í mörg ár.

Fury hætti á toppnum fyrr á árinu og er ó­sigraður sem at­vinnu­maður í hnefa­leikum í 33 bar­dögum. Hann hefur unnið 32 af þeim bar­dögum og gert eitt jafn­tefli.

Hittust í desember

Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem leiðir Tyson Fury og Hafþórs myndu liggja saman.

Hafþór greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í desember að hann hafi hitt þungavigtarmeistarann og þar skrifaði hann að hann vonist til þess að læra meira frá honum í náinni framtíð.