Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing í Formúlu 1 segir að hann þurfi á mikilli heppni að halda ef það á að fara svo að hann vinni sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum á sunnudaginn þegar keppt verður á götum Singapúr.

Tölfræðilega séð getur Verstappen, sem er með 116 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna, tryggt sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn.

Til þess að það verði að veruleika þarf hann að vinna kappaksturinn í Singapúr auk þess sem hann þarf þá að treysta á hagstæð úrslit af stöðu liðsfélaga síns Sergio Perez og Charles Leclerc, ökumanns Ferrari að draga.

Í viðtali fyrr í dag við Viaplay sagði Verstappen að þó svo möguleikinn væri til staðar myndi hann þurfa að stórum skammti að halda einnig til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn.

Hann er þó með níu fingur á titlinum nú þegar sex keppnir eru eftir af tímabilinu og nánast tímaspursmál þar til hann tryggir sér titilinn annað tímabilið í röð.