Það voru 607 hlauparar skráðir í hið gríðarlega krefjandi Laugavegshlaup þetta árið, 227 konur og 380 karlar.

Andrew Douglas sem er ríkjandi Heimsmeistari í fjallahlaupi kom fyrstur í mark allra keppenda á rúmum 4 klukkustundum og 10 mínútum. Næstur kom Þorbergur Ingi Jónsson rúmum tuttugu mínútum seinna.

Þetta var fyrsta ofurmaraþon hans og kom hann í mark á þriðja besta tímanum sem hefur mælst í hlaupinu.

Í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi kvaðst Skotinn vera spenntur að prófa ofurmaraþon og hafði heyrt góðar sögur af brautinni.

Í kvennaflokki bætti Andrea brautarmetið í fyrstu tilraun þegar hún kom í mark á 04:55:49.

Með því varð Andrea num leið fyrsta konan til að klára hlaupið á undir fimm tímum.

Hún er einn efnilegasti langhlaupari landsins í kvennaflokki og keppti á HM í hálfmaraþoni í fyrra.