Fótbolti

Heimir verður áfram í Færeyjum

Heimir Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við færeyska knattspyrnuliðið HB, en hann tók við liðinu síðasta haust og hefur gengið vel í stafi þar.

Heimir Guðjónsson verður áfram í Færeyjum. Fréttablaðið/Stefán

Heim­ir Guðjóns­son hef­ur skrifað undir nýjan samning við fær­eyska knatt­spyrnuliðið HB í Þórs­höfn, en greint er frá þessu á heimasíðu félags­ins í frétt sem birtist í morgunsárið.

Nýr samn­ing­ur Heim­is gild­ir út næsta keppnistímabil, en hann tók við liði HB fyr­ir þetta tíma­bil eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá FH. 

Heimir hefur vegnað vel á sinni fyrstu leiktíð með liðið, en liðið fór í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir B36 á dramatískan. HB hefur svo 10 stiga for­skot á KÍ á toppi færeysku efstu deildarinnar. 

HB hef­ur 22 sinn­um orðið fær­eysk­ur meist­ari í sögunni, en liðið varð  síðast fyr­ir fimm árum og virðist ætla að rjúfa bið sína eftir meistaratitlinum síðar í haust. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Fótbolti

Hafna beiðni La Liga um leiki í Bandaríkjunum

Fótbolti

„Styttist í tækifærið með landsliðinu“

Auglýsing

Nýjast

Landið að rísa aftur á Skaganum

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Auglýsing