Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur greinst með kórónaveiruna og stýrir þar af leiðandi lærisveinum sínum hjá katarska liðinu Al Arabi ekki í næstu leikjum liðsins. Þetta kemur fram í færstu á twitter-síðu félagins sem birt var í dag.

Freyr Alexandersson sem var ráðinn aðastoðarmaður Heimis hjá Al Arabi síðastliðið haust mun því að öllum líkindum verða í brúnni hjá liðinu í næstu verkefnum þess.

Bjarki Már Ólafsson er sömuleiðis í þjálfarateymi Al Arabi sem hefur verið á miklu flugi undanfarnar vikur og er án taps í í síðustu átta leikjum sínum.

Al Arabi, með Aron Einar Gunnarsson innanborðs, er eins og sakir standa í sjötta sæti í katörsku úrvalsdeildinni.