Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í viðræðum við lið í Katar, Al Arabi að nafni. Frá þessu er greint í miðlum hið ytra en Fótbolti.net hefur það eftir heimildum sínum að Heimir hafi ferðast út til viðræðna við ónefnt lið.

Heimir lét af störfum sem þjálfari landsliðsins eftir HM í Rússlandi í sumar eftir sjö farsæl ár í starfi hjá KSÍ.

Al Arabi er frá höfuðborginni Doha. Það hefur sjö sinnum orðið meistari í úrvalsdeildinni í Katar.