Al Arabi í Katar staðfesti í gær að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði skrifað undir samning hjá félaginu.

Hjá Al Arabi mun hann vinna með Heimi Hallgrímssyni á ný eftir að Eyjamaðurinn tók við liðinu nú í desember. 

Aron skrifaði undir tveggja ára samning í Katar með möguleika á eins árs framlengingu.

Aron klárar tímabilið með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni og gengur til liðs við Al Arabi í sumar þegar samningur hans hjá Cardiff rennur út. 

Hann verður fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur í Katar eftir að hafa verið í ellefu ár á Englandi.